Við styðjum Höllu Tómasdóttur í framboði
til forseta Íslands

Við viljum hugrakkan, heiðarlegan og hlýjan forseta og treystum Höllu best til að vera í senn sameiningartákn þjóðar og leiðtoga sem stendur í fæturna ef þurfa þykir.

Vilt þú birtast hér?

Senda nafn og mynd

Guðrún Bjarnadóttir

Halla er heiðarleg og hugrökk, en þó framar öllu einstaklega hlý fjölskyldumanneskja með mikla samhyggð og raunverulegan áhuga á fólki.

Sara Lind

Þetta val er auðvelt. Höllu á Bessastaði.

Sigurborg Arnarsdóttir

Ég treysti Höllu til að styðja við (taka utan um) samfélagið okkar með opnu samtali og muni styrkja samstöðu okkar sem þjóð.

Linda Jóhannsdóttir

Ég styð Höllu.

Fjóla Kristinsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttir til næsta forseta Íslands. Halla hefur einstaka leiðtogahæfileika er réttsýn og hlý ég treysti Höllu til að sameina þjóðina, vera verndari almennings og bera hróður lands og þjóðar á erlendri grundu.

Sigurjón Guðmundsson

Ég treysti Höllu til að hafa hugrekki til að hafa áhrif.

Svanlaug Jóhannsdóttir

Halla kenndi mér í Háskólanum í Reykjavík og ég bý enn að því hvernig hún kallaði fram það besta í mér. Ég vil fá hana sem forseta.

Helga María

Halla talar fyrir gildum sem hitta mig algjörlega í hjartastað. Hún talar fyrir jafnrétti, mennskunni, hugrekki og mikilvægi þess að byggja brýr og sameina þjóðina. Ég trúi því að hún hafi þá mannkosti sem við Íslendingar getum verið stolt af hjá þjóðarleiðtoga okkar.

Ásdís Kristinsdóttir

Halla er heilsteypt, full af samkennd, metnaði og óbilandi orku. Ég veit að hún á eftir að gera frábæra hluti fyrir Ísland sem forseti.

Albert Gunnar Arnarson

Ég treysti Höllu fullkomlega.

Agnes Gunnarsdóttir

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Hekla Gaja Birgisdóttir

Ég vil öfluga konu fyrir forseta.

Gunnhildur Peiser

Halla er með reynsluna og tengslanetið sem þarf á Bessastaði.

Brynja Andreassen

Halla er flott og frambærileg kona sem hefur mikla útgeislun, er vel menntuð með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Hún er hugrökk, hlý og heiðarleg og hefur einstaka reynslu af því að leiða fólk saman til jákvæðra framfara. Hún mun taka utanum þjóðina, virkja visku hennar, hugrekki og sköpunargáfu til þess að gera gagn og láta gott af sér leiða.

Margrét Pála Ólafsdóttir

Halla trúir á jafnrétti fyrir alla og hefur lagt mikilvæg lóð á vogarskálar jafnréttis- og menntamála með sínum störfum. Hún er hugrökk og með góða tilfinningagreind og þannig forseta vil ég.

Haraldur Þráinsson

Ég treysti Höllu sem næsta forseta - áfram Halla!

Ólafía B. Rafnsdóttir

Ég treysti Höllu!

Daði Lárusson

Ég vil öfluga konu á Bessastaði. Halla er mikil fyrirmynd, hefur gríðarlega gott tengslanet og hefur metnað til að styrkja stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ég styð Höllu til forseta.

Pétur Sigurðsson

Sem fyrirmynd í lífi og stjórnun, býr Halla yfir alþjóðlegri reynslu og gildum sem munu styrkja Ísland. Ég treysti engum betur en henni til að vera sameiningartákn og leiða okkur fram á veginn.

Katrín Olga Jóhannesdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur, því ég hef ómælda trú á því að kraftur hennar og sýn nýtist okkur Íslendingum til þess að byggja upp enn betra samfélag, samfélag sem verður sterkara í samfélagi þjóða.

Freyja Önundardóttir

Ég styð Höllu.

Karl Sigfússon

Halla er vel menntuð með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Þegar ég horfi á hana sé ég leiðtoga sem virkjar hugrekki og hugvit okkar allra til góðs, heima og að heiman.

Ragna Gunnur Þórisdóttir

Ég styð Höllu

Berglind Jónsdóttir

Halla á Bessastaði.

Lára Árnadóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttir til næsta forseta. Halla er réttsýn, hugrökk og góður leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Ég treysti henni til að hafa velferð lands og þjóðar að leiðarljósi í störfum sínum sem komandi forseti.

Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson

Ég styð Höllu!

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir

Við þurfum hressandi vítamínsprautu á Bessastaði sem talar fyrir friðsamri þjóð, mannréttindum og jafnrétti, sem sameinar okkur öll, bæði innfædda og aðflutta. Halla hefur ekki aðeins starfað hér heima heldur unnið út um allan heim sem hefur gefið henni gríðarlegt tengslanet sem hún getur nýtt sér í embættinu. Halla er réttsýn, bjartsýn og einstaklega jákvæð.

Ester Höskuldsdóttir

Halla er með reynsluna, hugrekkið, heiðarleikann og tengslanetið sem þarf á Bessastaði. Hún er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólks í kringum sig til dirfsku og framfara. Ég bara treysti Höllu!

Valgeir Þorvaldsson

Ég styð Höllu vegna þess að hún er heiðarleg og traust með mikla alþjóðlega yfirsýn og einstaka leiðtogahæfileika.

Andri Heiðar Kristinsson

Halla er mögnuð kona sem yrði landi og þjóð til mikils sóma sem næsti forseti Íslands!

Sólmundur Oddsson

Ég hef hitt Höllu og fann að af henni geislaði hlýja, gleði og raunverulegur áhugi á að virkja kraft okkar Íslendinga til góðs. Ég styð Höllu heilshugar til næsta forseta íslands og hvet alla til að gera hið sama.

Elna Ólöf Guðjónsdóttir

Halla býr yfir einstakri hlýju og hefur raunverulegan áhuga á fólki. Ég treysti henni til að sameina þjóðina um forseta sem við getum öll verið stolt af.

Vilhelmína Þór

Ég styð Höllu.

Bára Kristinsdóttir

Halla vill leggja málefnum eins og jafnrétti og loftslagsmálum lið og hún hefur orku og getu til þess. Ég vil forseta sem hefur rödd og nýtir hana til brýnna verka og skilar í senn okkar landi og þjóð sóma.

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Ég er að springa úr spennu. Hafið þið hlustað á hana Höllu tala!!!! Áður en þið ákveðið hvert atkvæði ykkar fer þá hvet ég ykkur til að hlusta á þessa mögnuðu konu. Hún fær mitt atkvæði og vonandi þitt líka!

Dögg Hjaltalín

Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að vinna með Höllu og sjá hvers hún er megnug. Halla er sannur leiðtogi sem hrífur fólk með sér til að takast á við þau verkefni sem þarf að vinna. Halla hefur ótrúlega útgeislun og allt sem ég tel að góður forseti þurfi að hafa fram að færa.

Helga Tómasdóttir

Halla er hugrökk, hlý og heiðarleg. Hún er fæddur leiðtogi sem mun sameina íslensku þjóðina og láta gott af sér leiða. Ég kýs Höllu og hvet ykkur til að gera það líka.

Friðrik Bragason

Ég hef kynnst Höllu og fyrir mér er hún einstaklega hugrökk, hlý, heiðarleg og skemmtileg. Ég treysti henni til að sameina fólk og taka utan um þjóðina. Ég er stoltur af því að styðja Höllu og hvet ykkur til að gera það líka.

Kristmann Magnússon

Halla er afburða gáfuð, glögg og skýr kona.

Margrét Sif Sigurðardóttir

Ég treysti Höllu!

Þóra Hlín Friðriksdóttir

Við þurfum forseta sem brennur af ástríðu fyrir þjóðinni sinni og það gerir Halla svo sannarlega.

Heiða Óladóttir

Áfram Halla.

Kristjana Ýr Herbertsdóttir

Halla er hugrökk, framsýn og drífandi. Hún býr yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til þess að vera sá forseti sem mun sameina þjóðina og verða okkur öllum til sóma.

Guðmundur Reynaldsson

Höllum okkur að Höllu, kemur ekkert annað til greina.

Sylwia Mrozowska

Halla er yndisleg manneskja. Hjálpsöm, umhyggjusöm, vitur og greind. Ég er sannfærð um að hún verður frábær forseti.

Ingunn Jónsdóttir

Ég vil vel menntaða konu með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Leiðtoga sem leiðir fólk saman og virkjar hugrekki og hugvit okkar allra til góðs, heima og að heiman.

Kári Sigfússon

Já fínt, já sæll!

Margrét Dagmar Ericsdóttir

Halla kallar fram það besta í þjóðinni, sameinar okkur sem sterka heild. Ég styð Höllu.

Reynir Valbergsson

Halla er minn forseti.

Lilja Hilmarsdóttir

Ég tel að það muni styrkja stöðu Íslands í jafnréttismálum að fá konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta! Halla hefur til að bera yfirgripsmikla þekkingu og víðsýni á alþjóðamálum sem mun nýtast vel í æðsta embætti þjóðarinnar!

Hilmar Kjartansson

Ég treysti Höllu á Bessastaði. Hún stendur fyrir hugrekki, umburðarlyndi og sanngjörnum gildum og á eftir að tryggja að rödd Íslands heyrist í alþjóðasamfélaginu.

Gunnur Helgadóttir

Halla er framúrskarandi leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Sem forseti yrði hún okkur til sóma bæði innanlands sem utan. Halla hefur líka einstakan hæfileika til að ná til og hlusta á sjónarmið allra kynslóða og skilur að fjölbreytileikinn gerir okkur sterkari saman.

Freyja Þórisdóttir

Ég hef þekkt Höllu frá því að ég var lítil og fékk þann heiður að vaxa úr grasi með hana sem eina mína nánustu fyrirmynd. Hún er réttsýn og útsjónarsöm en ég þekki fáa sem ég treysti frekar til að gegna embætti forseta Íslands. Halla leggur áherslu á mikilvægi kvenréttinda og jafnréttis fyrir alla. Ég ætla án efa að kjósa Höllu og hvet aðra til að gera eins.

Gunnar Jóhannsson

Ég styð Höllu!

Gaui Már Þorsteinsson

Ég vil sjá kröftuga, heiðarlega, trausta og klára konu á Bessastaði og Halla er minn frambjóðandi í forsetann.

Margrét Guðmundsdóttir

Ég bara treysti Höllu!

Ellert Finnbogason

Ég styð Höllu.

Jóhann Hjartarson

Ég styð Höllu!

Þorbjörg Helgadóttir

Ég vil öfluga konu á Bessastaði. Halla Tómasdóttir fær allan minn stuðning.

Birta Kaldal

Halla er mín kona.