Við styðjum Höllu Tómasdóttur í framboði
til forseta Íslands

Við viljum hugrakkan, heiðarlegan og hlýjan forseta og treystum Höllu best til að vera í senn sameiningartákn þjóðar og leiðtoga sem stendur í fæturna ef þurfa þykir.

Vilt þú birtast hér?

Senda nafn og mynd

Guðjón Björnsson

Ég bara treysti Höllu!

Katrín Olga Jóhannesdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur, því ég hef ómælda trú á því að kraftur hennar og sýn nýtist okkur Íslendingum til þess að byggja upp enn betra samfélag, samfélag sem verður sterkara í samfélagi þjóða.

Anna Sigurbjörg Þórisdóttir

Halla er hugrökk, hlý og heiðarleg og hefur einstaka reynslu af því að leiða saman fólk til jákvæðra framfara. Hún er leiðtoginn sem Ísland vantar, hún mun sameina fólk en líka þora að standa í lappirnar.

Valgeir Þorvaldsson

Ég styð Höllu vegna þess að hún er heiðarleg og traust með mikla alþjóðlega yfirsýn og einstaka leiðtogahæfileika.

Hólmfríður Rut Einarsdóttir

Fagna því að Halla bjóði sig fram, sýn hennar og hugrekki mun nýtast landi og þjóð einstaklega vel.

Fjóla Kristinsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttir til næsta forseta Íslands. Halla hefur einstaka leiðtogahæfileika er réttsýn og hlý ég treysti Höllu til að sameina þjóðina, vera verndari almennings og bera hróður lands og þjóðar á erlendri grundu.

Erna Magnúsdóttir

Halla er falleg sál, hún mun koma með jákvæða strauma inní okkar samfélag.

Birgir Tryggvason

Ég bara treysti Höllu!

Hjördís Magnúsdóttir

Halla er einstaklega hlý manneskja og hefur lag á að virkja fólk til góðra verka.

Tinna Lind Hallsdóttir

Halla er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja, sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólksins í kringum sig til dirfsku og framfara.

Hafþór Skúlason

Ég elska íslenska náttúru. Ég veit líka eftir að hafa fylgst með Höllu á alþjóðlegum vettvangi að hún elskar íslenska náttúru. Við gætum ekki fengið betri manneskju til að vera fulltrúi okkar. Ég styð Höllu til embættis forseta Íslands.

Lilja Magnúsdóttir

Við þurfum betri lausnir í breyttum heimi með nýjum leiðtoga.

Bára Kristinsdóttir

Halla vill leggja málefnum eins og jafnrétti og loftslagsmálum lið og hún hefur orku og getu til þess. Ég vil forseta sem hefur rödd og nýtir hana til brýnna verka og skilar í senn okkar landi og þjóð sóma.

Margrét Dagmar Ericsdóttir

Halla kallar fram það besta í þjóðinni, sameinar okkur sem sterka heild. Ég styð Höllu.

Dögg Hjaltalín

Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að vinna með Höllu og sjá hvers hún er megnug. Halla er sannur leiðtogi sem hrífur fólk með sér til að takast á við þau verkefni sem þarf að vinna. Halla hefur ótrúlega útgeislun og allt sem ég tel að góður forseti þurfi að hafa fram að færa.

Hrund Scheving

Ég styð Höllu. Það væri mikill sómi fyrir okkur Íslendinga að hafa hana sem okkar forseta.

Helgi Már Herbertsson

Halla er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja, sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólksins kringum sig til dirfsku og framfara.

Ásgeir Már Jakobsson

Ég treysti Höllu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

Freyja Önundardóttir

Ég styð Höllu.

Guðrún Bjarnadóttir

Halla er heiðarleg og hugrökk, en þó framar öllu einstaklega hlý fjölskyldumanneskja með mikla samhyggð og raunverulegan áhuga á fólki.

Agnes Gunnarsdóttir

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Gunnur Helgadóttir

Halla er framúrskarandi leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Sem forseti yrði hún okkur til sóma bæði innanlands sem utan. Halla hefur líka einstakan hæfileika til að ná til og hlusta á sjónarmið allra kynslóða og skilur að fjölbreytileikinn gerir okkur sterkari saman.

Helgi Ólafsson

Halla Tómasdóttir er einfaldlega frábær valkostur í kjöri til forseta Íslands. Hún er framsækin, hvetjandi og skemmtileg og mun alltaf vera góður fulltrúi Íslands innanlands sem utan.

Svanur Snær Halldórsson

Halla er vel menntuð kona með öflugt alþjóðlegt tengslanet og hefur metnað til að styrkja stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

Halla Tómasdóttir hefur hugrekki til að styðja við þjóðina. Ég treysti engum betur en Höllu til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar í embætti forseta Íslands.

Jonás Enrique Alvarez Rama

Ég þekki Höllu og treysti henni til góðra verka.

Svanfríður Þórðardóttir

Ég hef dáðst að Höllu Tómasdóttir fyrir fágaða framkomu, hlýleika og víðsýni. Er sannfærð um að hún verður frábær forseti sem þjóðin getur verið stolt af sem fulltrúa sínum. Hún er minn forseti.

Ester Höskuldsdóttir

Halla er með reynsluna, hugrekkið, heiðarleikann og tengslanetið sem þarf á Bessastaði. Hún er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólks í kringum sig til dirfsku og framfara. Ég bara treysti Höllu!

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir

Ég er ekki í nokkrum vafa um það hvern ég kýs. Höllu á Bessastaði!

Andri Heiðar Kristinsson

Halla er mögnuð kona sem yrði landi og þjóð til mikils sóma sem næsti forseti Íslands!

Ása Björk Sigurðardóttir

Ég styð Höllu.

Þórunn Einarsdóttir

Halla fyrir mig, ekki láta halla á mig.

Hilmar Kjartansson

Ég treysti Höllu á Bessastaði. Hún stendur fyrir hugrekki, umburðarlyndi og sanngjörnum gildum og á eftir að tryggja að rödd Íslands heyrist í alþjóðasamfélaginu.

Þröstur Heiðar Líndal

Ég vil kjósa til forseta hlýja manneskju sem hefur raunverulegan áhuga á fólki. Ég treysti Höllu til að vera sú manneskja.

Sara Lind

Þetta val er auðvelt. Höllu á Bessastaði.

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

Ég tel að Halla Tómasdóttir með sínar vestfirsku rætur og víðtæku alþjóðlegu reynslu sé leiðtoginn sem Ísland þarf til að takast á við umbreytingar komandi ára. Til þess þarf hugrekki, heiðarleika og breytta nálgun sem Halla hefur.

Birna Jónsdóttir

Halla er með skýra sýn á það sem hún vill gera í embætti, að gera gagn fyrir land og þjóð og komandi kynslóðir.

Freyja Þórisdóttir

Ég hef þekkt Höllu frá því að ég var lítil og fékk þann heiður að vaxa úr grasi með hana sem eina mína nánustu fyrirmynd. Hún er réttsýn og útsjónarsöm en ég þekki fáa sem ég treysti frekar til að gegna embætti forseta Íslands. Halla leggur áherslu á mikilvægi kvenréttinda og jafnréttis fyrir alla. Ég ætla án efa að kjósa Höllu og hvet aðra til að gera eins.

Lilja Hilmarsdóttir

Ég tel að það muni styrkja stöðu Íslands í jafnréttismálum að fá konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta! Halla hefur til að bera yfirgripsmikla þekkingu og víðsýni á alþjóðamálum sem mun nýtast vel í æðsta embætti þjóðarinnar!

Dröfn Guðmundsdóttir

Ég styð Höllu í embætti forseta Íslands.

Þráinn Farestveit

Halla hefur að bera víðsýni og mikla og góða tilfinningu fyrir mannlegum gildum. Halla er einstaklega hlý og kærleiksrík. Halla fær minn stuðning.

Rakel Eva Sævarsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands því ég er sannfærð um að hún muni leiða land og þjóð áfram í átt að sjálfbæru Íslandi og enn fremur hafa nauðsynleg jákvæð áhrif á heimsbyggðina með sínu leiðtogastarfi sem forseti Íslands.

María G. Maríusdóttir

Halla hefur yfirburða hæfileika til að leiða og stýra mönnum og málefnum í höfn.

Linda Jóhannsdóttir

Ég styð Höllu.

Hjörtur Aðalsteinsson

Ég styð Höllu vegna þess að við þurfum heimsborgara í samstæðum sokkum sem getur fært okkur alþjóðleg tækifæri eins og Ólafur Ragnar gerði með stæl enda á Ísland að vera land nr. 1 í heiminum.

Sigrún Vernharðsdóttir

Áfram Halla!

Hannes Pétursson

Halla hefur alþjóðlega reynslu og er vön að takast á við stórar áskoranir og leiða saman ólíka hópa. Hún er stoltur Íslendingur og brennur fyrir að láta gott af sér leið fyrir íslenskt samfélag.

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir

Við þurfum hressandi vítamínsprautu á Bessastaði sem talar fyrir friðsamri þjóð, mannréttindum og jafnrétti, sem sameinar okkur öll, bæði innfædda og aðflutta. Halla hefur ekki aðeins starfað hér heima heldur unnið út um allan heim sem hefur gefið henni gríðarlegt tengslanet sem hún getur nýtt sér í embættinu. Halla er réttsýn, bjartsýn og einstaklega jákvæð.

Surya Mjöll Agha Khan

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Ruth Elfarsdóttir

Við þurfum forseta sem er með skýra framtíðarsýn og skuldbindingu til jákvæðra breytinga fyrir samfélagið og umhverfið. Ég tel að Halla sé rétta manneskjan. Hún er fyrirmynd fyrir bjarta framtíð komandi kynslóða.

Hekla Gaja Birgisdóttir

Ég vil öfluga konu fyrir forseta.

Safa Jemai

Ég styð Höllu.

Hanna Björt Kristjánsdóttir

Halla er sterk fyrirmynd, með skýra framtíðarsýn og ég tel að hún verði glæsilegur fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi.

Ellen Hine

Halla er alþjóðlegur leiðtogi og verður frábær forseti. Hún er einning skemmtileg og einstaklega góð manneskja.

Guðmundur Hrafnkelsson

Halla hefur mikla og fjölbreytta reynslu bæði innanlands og utan sem munu nýtast henni vel í forsetaembættinu.

Frosti Jónsson

Ég styð Höllu til forseta íslands. Ég hef kynnst því hversu hugrakkur og heiðarlegur leiðtogi Halla er og hversu mikla hlýju og hluttekningu hún sýnir. Ég mun verða virkilega stoltur af Höllu sem forseta.

Gunnhildur Peiser

Halla er með reynsluna og tengslanetið sem þarf á Bessastaði.

Áslaug Baldursdóttir

Ég styð Höllu.

Margrét Guðmundsdóttir

Ég bara treysti Höllu!

Leifur Eyjólfur Leifsson

Halla er minn forseti.