Við styðjum Höllu Tómasdóttur í framboði
til forseta Íslands

Við viljum hugrakkan, heiðarlegan og hlýjan forseta og treystum Höllu best til að vera í senn sameiningartákn þjóðar og leiðtoga sem stendur í fæturna ef þurfa þykir.

Vilt þú birtast hér?

Senda nafn og mynd

Einvarður Jóhannsson

Ég styð Höllu!

Kolbrún Tryggvadóttir

Kona góðra verka. Sterkur leiðtogi sem geislar af hlýju.

Guðmundur Hrafnkelsson

Halla hefur mikla og fjölbreytta reynslu bæði innanlands og utan sem munu nýtast henni vel í forsetaembættinu.

Freyja Þórisdóttir

Ég hef þekkt Höllu frá því að ég var lítil og fékk þann heiður að vaxa úr grasi með hana sem eina mína nánustu fyrirmynd. Hún er réttsýn og útsjónarsöm en ég þekki fáa sem ég treysti frekar til að gegna embætti forseta Íslands. Halla leggur áherslu á mikilvægi kvenréttinda og jafnréttis fyrir alla. Ég ætla án efa að kjósa Höllu og hvet aðra til að gera eins.

Ingunn Svala Leifsdóttir

Ég kýs Höllu því að hún hefur reynsluna og hugrekkið til að gera gott samfélag enn betra.

Vilborg Gunnarsdóttir

Ég fagna því mjög að Halla taki slaginn og bjóði sig fram í þetta mikilvæga þjónustuhlutverk. Betri forseta getum við ekki fengið.

Helga María

Halla talar fyrir gildum sem hitta mig algjörlega í hjartastað. Hún talar fyrir jafnrétti, mennskunni, hugrekki og mikilvægi þess að byggja brýr og sameina þjóðina. Ég trúi því að hún hafi þá mannkosti sem við Íslendingar getum verið stolt af hjá þjóðarleiðtoga okkar.

Margrét Dagmar Ericsdóttir

Halla kallar fram það besta í þjóðinni, sameinar okkur sem sterka heild. Ég styð Höllu.

Auður Björk Guðmundsdóttir

Halla hefur sýnt það og sannað í sínum störfum að í henni býr öflugur leiðtogi. Hún er kraftmikil, hugrökk, eldklár og hjartahlý. Halla yrði frábær forseti; forseti sem mun fylla þjóð sína stolti í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur.

Rakel Hrund Ágústsdóttir

Halla hefur sýnt og sannað með verkum sínum að hún er kraftmikil og réttsýn kona. Störf hennar hafa byggt á heið­ar­leika, rétt­læti, jafn­rétti og virð­ingu. Þannig forseta vil ég fá.

Sigurborg Arnarsdóttir

Ég treysti Höllu til að styðja við (taka utan um) samfélagið okkar með opnu samtali og muni styrkja samstöðu okkar sem þjóð.

Linda Jóhannsdóttir

Ég styð Höllu.

Ásgeir Már Jakobsson

Ég treysti Höllu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

Bjarki Sigfússon

Já takk!

Erna Baldursdottir

Sterk, hrífandi gefandi og það sem skiptir máli hún er KONA, hjá þjóð sem er þekkt um allan heim sem öflugur boðberi jafnréttis, þurfum við á henni að halda. Hún er bara einfaldlega rétta konan fyrir okkur sem elskar landið sitt og ber mikla virðingu fyrir því.

Pálmi Ingólfsson

Halla er heiðarleg, hugrökk og hlý. Hún mun taka utanum þjóðina, virkja visku hennar og sköpunargáfu til þess að gera gagn og láta gott af sér leiða. Svo er ekki verra að maðurinn hennar er frá Grindavík!

Kolbrún Hrund Víðisdóttir

Kjarnakonan Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði

Gróa Helga Eggertsdóttir

Ég vil öfluga konu sem forseta. Konu sem er hugrökk og hlý en einnig sterkur leiðtogi sem er sameiningartákn þjóðarinnar. Halla er sú kona og ég styð hana.

Ragnheiður J. Jónsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur til forseta vegna þess að hún býr yfir reynslu, þroska og víðsýni til að ganga með þjóðinni til framtíðar með auðmýkt og hlýju sem okkur vantar einmitt núna.

Dröfn Guðmundsdóttir

Ég styð Höllu í embætti forseta Íslands.

Heiða Óladóttir

Áfram Halla.

Katrín Olga Jóhannesdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur, því ég hef ómælda trú á því að kraftur hennar og sýn nýtist okkur Íslendingum til þess að byggja upp enn betra samfélag, samfélag sem verður sterkara í samfélagi þjóða.

Sigurjóna Sverrisdóttir

Ísland í huga mínum stendur fyrir samfélag sem stefnir að því að tryggja öruggari, umhverfisvænni og sanngjarnari framtíð okkar allra. Það hefur Halla verið að vinna að undanfarin ár á alþjóðavísu. Þess vegna kýs ég Höllu, hún hefur sýnt í verki hvað hún stendur fyrir.

Rannveig Eir Einarsdóttir

Halla hefur mikla leiðtogahæfileika, getu og þor til að leiða saman mismunandi hópa. Hún brennur fyrir jafnrétti og hefur heldur betur lagt sitt á vogarskálarnar í þeim efnum.

Ásgerður Ólafsdóttir

Halla er með fallega framkomu, einstakt hugrekki, fjölbreytta reynslu, falleg gildi, og einlægan áhuga á velferð fólks. Hvet alla til að hlusta á viðtöl sem bjóðast á miðlum landsins. Lesið líka endilega bókina um hugrekki. Aldrei hitt þau hjónin svo tengsl eru ekki ástæða fyrir valinu.

Gunnar Jóhannsson

Ég styð Höllu!

Helga Tómasdóttir

Halla er hugrökk, hlý og heiðarleg. Hún er fæddur leiðtogi sem mun sameina íslensku þjóðina og láta gott af sér leiða. Ég kýs Höllu og hvet ykkur til að gera það líka.

Brynhildur Hauksdóttir

Halla er mín kona og ég treysti henni til góðra verka.

Ylfa Rán Kjartansdóttir

Ég treysti Höllu til að takast á við þetta verkefni, hún er frábær!

Guðmundur Ingi Skúlason

Halla er hugrökk og heiðarleg. Þess vegna vil ég Höllu sem forseta.

Svanlaug Jóhannsdóttir

Halla kenndi mér í Háskólanum í Reykjavík og ég bý enn að því hvernig hún kallaði fram það besta í mér. Ég vil fá hana sem forseta.

Jóhanna Pálsdóttir

Ég styð Hōllu. Hún er vel máli farin, réttsýn og lætur sig samfélagið varða. Reynsla hennar og tengslanet gera hana mjōg hæfa til að verða þjóðhōfðingi landsins.

Aron Gauti Óskarsson

Björt framtíð með Höllu sem forseta!

Agnes Gunnarsdóttir

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Margrét Pála Ólafsdóttir

Halla trúir á jafnrétti fyrir alla og hefur lagt mikilvæg lóð á vogarskálar jafnréttis- og menntamála með sínum störfum. Hún er hugrökk og með góða tilfinningagreind og þannig forseta vil ég.

Rakel Eva Sævarsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands því ég er sannfærð um að hún muni leiða land og þjóð áfram í átt að sjálfbæru Íslandi og enn fremur hafa nauðsynleg jákvæð áhrif á heimsbyggðina með sínu leiðtogastarfi sem forseti Íslands.

Valgeir Þorvaldsson

Ég styð Höllu vegna þess að hún er heiðarleg og traust með mikla alþjóðlega yfirsýn og einstaka leiðtogahæfileika.

Lilja Ragnarsdóttir

Ég vil öflugan einstakling á Bessastaði Halla geislar af krafti, heiðarleika og áræðni, hún er talsmaður jafnréttis fyrir alla. Þess vegna styð ég Höllu.

Sunna Björg Sigurjónsdóttir

Ég hef fulla trú á Höllu sem forseta íslands og er viss um að hún muni vera þjóðinni til mikils sóma. Halla hefur mikla reynslu í stjórnarstörfum á hinum ýmsu sviðum og hefur starfað mikið erlendis. Halla er frábær fyrirmynd sem þjóðin getur verið stolt af í forsetaembættinu.

Gunnur Helgadóttir

Halla er framúrskarandi leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Sem forseti yrði hún okkur til sóma bæði innanlands sem utan. Halla hefur líka einstakan hæfileika til að ná til og hlusta á sjónarmið allra kynslóða og skilur að fjölbreytileikinn gerir okkur sterkari saman.

Reynir Valbergsson

Halla er minn forseti.

Daði Lárusson

Ég vil öfluga konu á Bessastaði. Halla er mikil fyrirmynd, hefur gríðarlega gott tengslanet og hefur metnað til að styrkja stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ég styð Höllu til forseta.

Anna Lea Friðriksdóttir

Halla er hugrökk, hlý og heiðarleg. Hún hefur einstaka hæfileika til að leiða fólk saman og lætur sér annt um fólk, umhverfi og jafnrétti. Mikil væri gæfa íslensku þjóðarinnar að hafa hana sem forseta.

Tinna Lind Hallsdóttir

Halla er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja, sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólksins í kringum sig til dirfsku og framfara.

Guðmundur Karl Brynjarsson

Halla er mikill leiðtogi en umfram allt er hún réttsýn, heiðarleg og góð.

Jóhann Birgisson

Halla á Bessastaði!

Ragna Sæmundsdóttir

Halla er með allt sem þarf í embætti forseta Íslands. Hún er réttsýn, reynslumikill, góð, gáfuð, hugrökk og hlý. Við þurfum geislandi fólk eins og Höllu og Björn á Bessastaði.

Surya Mjöll Agha Khan

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Kristjana Ýr Herbertsdóttir

Halla er hugrökk, framsýn og drífandi. Hún býr yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til þess að vera sá forseti sem mun sameina þjóðina og verða okkur öllum til sóma.

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir

Ég er ekki í nokkrum vafa um það hvern ég kýs. Höllu á Bessastaði!

Áslaug Baldursdóttir

Ég styð Höllu.

Inga Rut Karlsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur heilshugar. Hún er heiðarleg, vinnusöm, óhrædd við að taka á erfiðum málum og vel gerð manneskja í alla staði.

Ellert Finnbogason

Ég styð Höllu.

Valgeir Skagfjörð

Ég kaus Höllu árið 2016. Ég ætla að leggja mín lóð á vogarskálarnar til þess að hún komist á Bessastaði með því að kjósa hana aftur og styðja eins og ég get. Hún stendur fyrir gildi sem enduróma í mínu hjarta.

Hjörtur Aðalsteinsson

Ég styð Höllu vegna þess að við þurfum heimsborgara í samstæðum sokkum sem getur fært okkur alþjóðleg tækifæri eins og Ólafur Ragnar gerði með stæl enda á Ísland að vera land nr. 1 í heiminum.

Ragnheiður Aradóttir

Ég kýs Höllu Tómadóttur af því að ég er viss um að hún sé með hina fullkomnu reynslu og bakgrunn til að vinna að jafnréttis- , umhverfis- og auðlindarmálum með atvinnulífinu - okkur öllum til heilla.

Sylwia Mrozowska

Halla er yndisleg manneskja. Hjálpsöm, umhyggjusöm, vitur og greind. Ég er sannfærð um að hún verður frábær forseti.

Elna Ólöf Guðjónsdóttir

Halla býr yfir einstakri hlýju og hefur raunverulegan áhuga á fólki. Ég treysti henni til að sameina þjóðina um forseta sem við getum öll verið stolt af.

Safa Jemai

Ég styð Höllu.

Ragnhildur Ágústsdóttir

Halla Tómasdóttir er ekki bara heiðarleg, hugrökk og öflug kona með góð og rétt gildi heldur hefur hún að baki stórkostlegan feril þar sem hún hefur sýnt og sannað að hún lætur verkin tala. Ég treysti engum betur til að verða forseti Íslands.