Takk fyrir stuðninginn!

Halla Tómasdóttir var kjörin forseti Íslands þann 1. júní 2024

Um Höllu Tómasdóttur

Halla Tómasdóttir tók við sem sjöundi forseti lýðveldisins þann 1.ágúst síðastliðinn. Hún stóð uppi sem sigurvegari í forsetakosningum þann 1. júní síðastliðinn með 34.1% fylgi, efst í öllum kjördæmum landsins.

Halla á að baki farsælan og fjölbreyttan feril sem mannauðs-stjóri, kennari, frumkvöðull og leiðtogi hérlendis sem og á alþjóðlegum vettvangi.

Hún hefur innsýn í ólíkar hliðar atvinnulífs og stjórnkerfis víða um heim og býr yfir tengslaneti og reynslu af því að leiða samtal og samstarf þvert á hópa og kynslóðir.

Alþjóðleg reynsla Höllu er umfangs-mikil. Hún hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálfbærni, jafnrétti, jöfnuði og aukinni ábyrgð í forystu. B Team vinnur með stjórnendum fyrirtækja og stjórnmálaleiðtogum
að bættu siðferði sem og réttlátum og gegnsæjum reglum fyrir efnahags- og viðskiptalíf.
Halla er vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari og hefur meðal annars stigið fjórum sinnum á TED-sviðið ásamt því að halda fyrirlestra fyrir stærstu fyrirtæki
og ráðstefnur heims.

Halla er gift Birni Skúlasyni heilsukokki sem rekur eigið fyrirtæki just björn, en það framleiðir og markaðssetur norrænar náttúru- og heilsuvörur. Halla og Björn eiga tvö börn, Auði Ínu og Tómas Bjart sem bæði eru í háskóla.