Hundrað og tvö ár

19.06.2017

Í dag eru liðin hundrað og tvö ár frá því að íslenskar konur yfir fertugt hlutu kosningarétt og því ber að fagna. Í rúmlega öld höfum við fagnað fjölmörgum sigrum á sviði jafnréttismála og erum í dag fremst meðal þjóða þegar kemur að því að brúa kynjabilið. Við eigum að vera stolt af þeim árangri en við eigum líka að vera sammála um að gera betur því aukinn árangur skilar okkur ekki eingöngu efnahagslegum framförum heldur einnig betra samfélagi.

“Er ekki komið nóg af kvarti og kveini” spurði áhrifakona í íslensku atvinnulífi í síðustu viku, “eigum við ekki bara að vera þakklátar fyrir það hversu langt við höfum náð hér á landi?” Ég get að sumu leyti skilið þessa spurningu, hef sjálf ávallt reynt að velja það að bretta upp ermar og láta verkin tala.  En ég hef aldrei verið sátt við að vera skást í “tossabekk” og tel að nýafstaðin samantekt Kjarnans á völdum og áhrifum kvenna í íslensku viðskiptalífi sýnir svo ekki um verður deilt að það er enn verk að vinna.

forsíða 19. júní 2008

Fyrir tíu árum síðan héldum við Kristín Pétursdóttir opnunarhóf Auðar Capital á þessum merka degi, 19. Júní. Við klæddumst upphlut og peysufötum og vorum stoltar af því að hrinda í framkvæmd fyrsta fjárfestingafélagi í eigu og stjórn kvenna. Við sem komum að stofnun Auðar vildum á því herrans ári 2007 sjá mannlegri áherslur í fjárfestingum og fjármálum og við vildum sjá fleiri konur fara fyrir fé. Við sameinuðumst um að starfa á grunni gilda sem á þeim tíma voru ólík þeim sem gjarnan einkenndu starfsemi annarra fjármálafyrirtækja, fjær og nær. Rúmlega ári síðar stóðum við í lappirnar í gegnum mestu efnahagslegu hamfarir sem við höfum upplifað, hér á landi sem annarsstaðar. Í kjölfarið virtust flestir sammála því að einsleitni væri ólíkleg til árangurs og að fjölbreytni í forystu væri farsælasta leiðin fram á við. Ég tel mig því ekki taka of djúpt í árina þegar ég segi að staðreyndirnar sem komu fram í grein Kjarnans ollu mér verulegum vonbrigðum og jafnvel nokkrum áhyggjum. Hvernig getum við búist við að breyta og bæta það sem brotið er ef við höldum áfram að gera sömu hlutina, á sama máta, með sama fólki?

 

lizadonnellyhalla

Fyrir tveimur árum, þegar við Íslendingar fögnuðum 100 ára kosningaafmæli kvenna fór ég fyrir ráðstefnunni WE 2015, þar sem saman komu forystukonur og karlar úr atvinnulífi, stjórnmálum og háskólum beggja vegna Atlantshafsins til að ræða bestu leiðir til að brúa kynjabilið í áhrifastöðum. Samtalið var í senn innihaldsríkt og innblásið og leyfi ég mér í tilefni dagsins að rifja upp brot af því sem situr eftir.

  1. Þær þjóðir, og þau fyrirtæki, sem virkja best bæði konur og karla standa efnahagslega betur að vígi.

“To raise economic growth we must unleash economic power of women” Christine Lagarde, IMF

“It is a fact that women on boards have a positive effect on the business” Pat Mitchell, fv. forstjóri PBS

lagarde by liza donnelly

  1. Konur koma gjarnan með ólíkar áherslur að borðinu, áherslur sem geta verið “sveiflujafnandi” og leitt til þarfra breytinga.

“Women investors are more risk averse and more loss averse than men, women also handle uncertainty better“ Dr. Irene Van Staveren, Erasmus University

„I’ve been around for a long time and there’s ONE important message: Women have to be disobedient..It’s not always easy, it can hurt, sometimes you’ll be criticised but that’s how you change how things are done“  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fv. borgarstjóri og Utanríkisráðherra

“Women are asking different questions, it’s good to have diversity in tech” Ivy Ross, SVP Google

Ingibjörg Sólrún o.fl. á WE 2015

 

  1. Það er ekki nóg að fjölga konum, konur þurfa að vera óhræddar við að vera þær sjálfar, standa á grunni sinna gilda og tala frá eigin brjósti (ekki leika karla).

“Women should be women” Hreggviður Jónsson, fv. formaður Viðskiptaráðs

“Don’t play it like a guy. Be fearless in bringing your feminine gifts and talents to the party“ Ivy Ross, SVP Google

„Women on boards need to be unafraid to be the different voice“ Nancy Calderon, Lead Partner KPMG

women corporate directors we 2015

 

  1. Við sköpum kynjabilið í menntakerfinu, svo því þarf að breyta.

“We need to teach girls courage and boys emotional intelligence” Margrét Pála stofnandi Hjallastefnunnar.

„The best gift that my father gave me was giving me the courage to run for the student council“ Tiffany Dufu, Whitehouse Project and Levo League

  1. Fyrirmyndir skipta sköpum.

“If she can see it she can be it”  Geena Davis, leikkona

liza donnelly geena davis

“Best strategy is getting people into leadership that we look up to, that inspire us. So we need to get more inspiring women into leadership” Tiffany Dufu, Whitehouse Project and Levo League

  1. Að brúa kynjabilið á að vera samstarfsverkefni karla og kvenna og skuldbinding æðstu stjórnenda skiptir sköpum.

“Will is all you need – if you want to change it you can“ Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka

„When men talk about gender equality, people listen“ Dr. Michael Kimmel, SUNY

“When people hear gender, they forget that male is also a gender“ Kate Connolly, Harvard Business School

„Change has to be a true commitment from everybody at the top“ Pernille Spiers-Lopez, fv. Forstjóri IKEA

women leadership we 2015

  1. Breytt (fyrirtækja)menning er forsenda framfara, fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag.

“In inclusive cultures you don’t leave your personality at the door”  Pernille Spiers-Lopez, fv. Forstjóri IKEA

“Men need to come out in the workplace as people who want to have families“ Dr. Michael Kimmel, SUNY

„This world has been controlled by men much too long and dominated by men for much too long….. I’m absolutely convinced that we have tried this leadership method to the fullest and WE have to find new ways to run our societies“ Jón Gnarr, fv. Borgarstjóri

Ég vona einlæglega að við þurfum ekki aðra öld til að klára að brúa kynjabilið og uppskera bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Hvet okkur öll til að bretta upp ermar og láta verkin tala, en jafnframt að óttast ekki samtalið um þessi mál, án samtalsins verða framfarirnar hægar eða engar og við fetum veginn áfram, öll jafn ómeðvituð um þau ómeðvituðu viðhorf sem í veginum standa. Gleðilegan 19. júní!

“Great Minds think Unlike”