Where to Invade Next: Jafnrétti á Íslandi

26.09.2016

Í nýjustu heimildarmynd sinni, Where to Invade Next, heimsækir Michael Moore fjölmörg lönd til að „stela“ góðum hugmyndum sem gætu nýst í Bandaríkjunum. Hann segir sjálfur að hann hafi leitað að blómunum (ekki arfanum), og á Íslandi hafði hann mestan áhuga á að heyra af sterkri stöðu landsins hvað varðar jafnrétti.

Ég sá myndina fyrst á kvikmyndahátíðinni í New York og verð að segja að hún hreyfði verulega við mér. Ég hló mikið, felldi tár og hugsaði heilmikið. Ég hef alltaf haft ánægju af myndum Micahel Moore, en þessi er ólík hinum og skilur mann eftir nokkuð bjartsýnan. Ég hvet ykkur sem ekki hafið séð myndina til að gera það, hún mun ekki valda vonbrigðum.

Hér má sjá stutt sýnishorn úr Íslandshluta myndarinnar.

Eftir frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í New York

Eftir frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í New York